Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: febrúar 2010

Fyrirsagnalisti

22.2.2010 : Athugun á starfsemi VBS Fjárfestingarbanka hf.

Þann 25. september 2009 var framkvæmd athugun á starfsemi VBS Fjárfestingarbanka hf. (VBS). Athugunin beindist að tilteknum þáttum í starfsemi eignastýringar bankans. Um var að ræða eftirfylgni við skoðun Fjármálaeftirlitsins á eignastýringu VBS í ágúst 2008. Í kjölfar athugunarinnar voru stjórnendum VBS afhentar niðurstöður til yfirlestrar og þeim gefinn kostur á að koma með athugasemdir. Lesa meira

22.2.2010 : Tilkynning til embættis sérstaks saksóknara

Tilkynning til embættis sérstaks saksóknara vegna meintra brota á 5., 78., 93., 126. og 127. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, 19. og 88. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki,  5. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga og 153. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög auk mögulegra brota á 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Lesa meira

22.2.2010 : Tilkynning til embættis sérstaks saksóknara um meint brot á 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki

Þann 24. september 2009 vísaði Fjármálaeftirlitið máli til embættis sérstaks saksóknara skv. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Um er að ræða mál er varðar 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, en í ákvæðinu er fjallað um þagnarskyldu stjórnarmanna, framkvæmdastjóra, endurskoðenda og annarra starfsmanna um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingarnar samkvæmt lögum.

Lesa meira

22.2.2010 : Tilkynning til embættis sérstaks saksóknara

Tilkynning til embættis sérstaks saksóknara vegna meintra brota á 55. gr. þágildandi laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti, sbr. 13. gr. breytingarlaga nr. 31/2005 og 117. gr. núgildandi laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti,og möguleg brot á 154. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 auk hugsanlegra brota á öðrum lögum.

Lesa meira

22.2.2010 : Tilkynning til embættis sérstaks saksóknara

Tilkynning til embættis sérstaks saksóknara vegna gruns um meiriháttar brot á 55. gr. þágildandi laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti, sbr. 13. gr. breytingarlaga nr. 31/2005 og 117. gr. núgildandi laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti,og möguleg brot almennum hegningarlögum nr. 19/1940.

Lesa meira

17.2.2010 : Tilkynning til embættis sérstaks saksóknara

Tilkynning til embættis sérstaks saksóknara um meint brot á almennum hegningarlögum nr. 19/1940, 19. og 64. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og lögum nr. 2/1995 um hlutafélög

Lesa meira

17.2.2010 : Tilkynning til embættis sérstaks saksóknara

Tilkynning til embættis sérstaks saksóknara um meint brot á ákvæði 19. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og möguleg brot á lögum nr. 2/1995 um hlutafélög, og almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Lesa meira

17.2.2010 : Tilkynning til embættis sérstaks saksóknara

Tilkynning til embættis sérstaks saksóknara um meint brot á ákvæði 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og möguleg brot á 76. gr. og 95. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög, 2. mgr. 29. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Lesa meira

17.2.2010 : Tilkynning til embættis sérstaks saksóknara

Tilkynning til embættis sérstaks saksóknara um meint brot á ákvæði 29. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og 55. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög.

Lesa meira

15.2.2010 : Tilkynning til embættis sérstaks saksóknara um meint brot á ákvæði 123. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Fjármálaeftirlitið vísaði þann 9. júlí 2009 til embættis sérstaks saksóknara, sbr. 1. gr. laga nr. 135/2008, um embætti sérstaks saksóknara, máli vegna gruns um innherjasvik skv. 1. tl. 1. mgr. 123. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Lesa meira

15.2.2010 : Tilkynning til embættis sérstaks saksóknara um meint brot á 19. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, og 117. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Fjármálaeftirlitið vísaði þann 19. maí 2009 máli til embættis sérstaks saksóknara, sbr. 1. gr. laga nr. 135/2008 um embætti sérstaks saksóknara, vegna gruns um meint brot á 19. gr. laga um fjármálafyrirtæki vegna gruns um refsiverða háttsemi stjórnenda fjármálafyrirtækis og meint tengd brot á 117. gr. laga um verðbréfaviðskipti, vegna kaupa einkahlutafélags á skráðum hlutabréfum í fjármálafyrirtæki sem áttu sér stað í byrjun október 2008. Tímasetning viðskiptanna og óeðlilegar lánveitingar vegna viðskiptanna vöktu grunsemdir. Lesa meira

15.2.2010 : Tilkynning til ríkislögreglustjóra um meint brot á þagnarskyldu skv. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið vísaði þann 7. september 2009 máli vegna meintra brota á þagnarskyldu skv. 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki (ffl.), vegna upplýsinga sem birtust á vefsíðunni wikileaks.org þann 31. júlí 2009, til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og óskaði eftir að uppruni lekans yrði rannsakaður. Nýi Kaupþing banki hf. hafði áður kært málið til Fjármálaeftirlitsins.

Lesa meira

15.2.2010 : Tilkynningar til embættis ríkissaksóknara um meint brot á þagnarskyldu skv. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið vísaði þann 14. ágúst 2009 5 málum vegna meintra brota Inga Freys Vilhjálmssonar, Reynis Traustasonar, Egils Helgasonar, Kristins Hrafnssonar, Þorbjörns Þórðarsonar og Agnesar Bragadóttur á þagnarskyldu skv. 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki (ffl.), vegna fréttagreina og umfjöllunar á bloggsíðum og í fjölmiðlum, til embættis ríkissaksóknara sem æðsta handhafa ákæruvaldsins. Lesa meira

9.2.2010 : Stjórnvaldssekt vegna brots á 1. mgr. 122. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007

Þann 3. febrúar 2010 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvörðun um að sekta Teymi hf. vegna brots á 1. mgr. 122. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 (vvl.).

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica