Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: mars 2010

Fyrirsagnalisti

25.3.2010 : Niðurstaða vegna athugunar Fjármálaeftirlitsins á fyrirhugaðri afskráningu Bakkavarar Group hf. úr Kauphöll Íslands.

Fjármálaeftirlitið hefur haft til athugunar fyrirhugaða afskráningu Bakkavarar Group hf. á hlutabréfum félagsins úr Nasdaq OMX Iceland hf. (Kauphöllinni) sem fram kemur í 2. lið dagskrár hluthafafundar félagsins sem haldinn verður þann 26. mars nk. kl. 16.00. Samkvæmt 2. tl. dagskrár fundarins mun verða lögð fram tillaga um að breyta félaginu í einkahlutafélag í samræmi við ákvæði 132. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og að afskrá félagið í kjölfarið úr Kauphöllinni. Félagið hyggist fyrst leggja fram tillögu um breytingu þess í einkahlutafélag og að því fengnu verði það afskráð úr Kauphöllinni.

Lesa meira

5.3.2010 : Stjórnvaldssekt vegna brots á 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Þann 23. febrúar 2010 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvörðun um að sekta Opin kerfi Group hf. (nú OKG ehf.) vegna brots á 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.)

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica