Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: maí 2013

Fyrirsagnalisti

31.5.2013 : Niðurstaða athugunar á lánveitingum Almenna lífeyrissjóðsins til einstaklinga

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt athugun á lánveitingum Almenna lífeyrissjóðsins til einstaklinga, með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Lesa meira

22.5.2013 : Niðurstöður athugunar hjá Borgun hf. á tilteknum þáttum er varða aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Hinn 9. janúar 2013 hóf Fjármálaeftirlitið athugun hjá Borgun. Athugunin beindist að tilteknum þáttum í aðgerðum Borgunar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á eftirfylgni við sjálfsmat sem Fjármálaeftirlitið lagði fyrir tilkynningarskylda aðila, þ. á m. Borgun, á haustmánuðum 2010 og innri reglur fyrirtækisins um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Lesa meira

17.5.2013 : Niðurstaða heildarathugunar hjá Lífeyrissjóði bænda

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt heildarathugun hjá Lífeyrissjóði bænda með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Lesa meira

15.5.2013 : Niðurstöður athugunar hjá Lýsingu hf. á tilteknum þáttum í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Hinn 9. janúar 2013 hóf Fjármálaeftirlitið athugun hjá Lýsingu. Athugunin beindist að tilteknum þáttum í aðgerðum Lýsingar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á eftirfylgni við sjálfsmat sem Fjármálaeftirlitið lagði fyrir tilkynningarskylda aðila, þ. á m. Lýsingu, á haustmánuðum 2010 og innri reglur fyrirtækisins um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Lesa meira

8.5.2013 : Eftirfylgni vegna athugunar á tilteknum þáttum í starfsemi Arctica Finance hf.

Fjármálaeftirlitið vísar til fyrri gagnsæistilkynningar, dags. 7. mars 2012, þar sem gerð var grein fyrir atriðum sem stofnunin taldi að þörfnuðust úrbóta í framhaldi af  athugun á tilteknum þáttum í starfsemi Arctica Finance hf. (hér eftir Arctica).
Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica