Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: janúar 2012

Fyrirsagnalisti

25.1.2012 : Sáttargerð vegna brots á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Þann 13. desember 2011 gerðu Fjármálaeftirlitið og Byggðastofnun með sér sátt vegna brots stofnunarinnar á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.). Lesa meira

24.1.2012 : Niðurstöður athugunar á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Landsbankans hf.

Með vísan til 9. gr. a laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og gagnsæisstefnu Fjármálaeftirlitsins birtir stofnunin hér með gagnsæistilkynningu um samandregnar niðurstöður athugunar á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Landsbankans hf. Lesa meira

23.1.2012 : Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ingólfs Guðmundssonar gegn Fjármálaeftirlitinu

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hinn 5. janúar 2012 í máli Ingólfs Guðmundssonar gegn Fjármálaeftirlitinu. Niðurstaða dómsins var að felld var úr gildi ákvörðun stjórnar Fjármálaeftirlitsins frá 31. ágúst 2010 þess efnis að Ingólfur uppfyllti ekki hæfisskilyrði 6. mgr. 31. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, til að gegna starfi framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs. Lesa meira

9.1.2012 : Fjármálaeftirlitið leggur dagsektir á Stapa lífeyrissjóð

Fjármálaeftirlitið krafðist þess fyrir nokkru að Stapi lífeyrissjóður gerði tilteknar breytingar á útvistunarsamningi sínum um rekstur upplýsingakerfa, sbr. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Þar sem lífeyrissjóðurinn varð ekki við ítrekuðum kröfum Fjármálaeftirlitsins um úrbætur tók stjórn Fjármálaeftirlitsins, á fundi sínum þann 14. desember 2011, ákvörðun um að leggja dagsektir á Stapa lífeyrissjóð. Áður hafði lífeyrissjóðurinn nýtt lögboðinn andmælarétt sinn. Dagsektir voru ákveðnar 200 þúsund krónur á dag, sem kæmu til framkvæmda tveimur dögum eftir birtingu ákvörðunarinnar og þar til orðið yrði við kröfum Fjármálaeftirlitsins um úrbætur.

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica