Ákvarðanir og gagnsæi


Fjármálaeftirlitið leggur dagsektir á Stapa lífeyrissjóð

9.1.2012

Fjármálaeftirlitið krafðist þess fyrir nokkru að Stapi lífeyrissjóður gerði tilteknar breytingar á útvistunarsamningi sínum um rekstur upplýsingakerfa, sbr. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Þar sem lífeyrissjóðurinn varð ekki við ítrekuðum kröfum Fjármálaeftirlitsins um úrbætur tók stjórn Fjármálaeftirlitsins, á fundi sínum þann 14. desember 2011, ákvörðun um að leggja dagsektir á Stapa lífeyrissjóð. Áður hafði lífeyrissjóðurinn nýtt lögboðinn andmælarétt sinn. Dagsektir voru ákveðnar 200 þúsund krónur á dag, sem kæmu til framkvæmda tveimur dögum eftir birtingu ákvörðunarinnar og þar til orðið yrði við kröfum Fjármálaeftirlitsins um úrbætur.

Lesa nánar: Dagsektir_9.1.2012

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica