Ákvarðanir og gagnsæi


Ráðstafanir Júpíters rekstrarfélags hf. í kjölfar athugunar Fjármálaeftirlitsins á starfsemi félagsins

8.4.2013

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á starfsemi Júpíters rekstrarfélags hf. þann 30. mars 2012. Í kjölfar athugunarinnar ritaði Fjármálaeftirlitið skýrslu þar sem fram komu athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan tiltekinna tímamarka. Í kjölfarið, eða þann 13. nóvember 2012,  birti Fjármálaeftirlitið gagnsæistilkynningu þar sem gerð var grein fyrir helstu athugasemdum stofnunarinnar við starfsemi félagsins og má sjá hana hér.

Fjármálaeftirlitið óskaði eftir því við stjórn félagsins að hún fæli innri endurskoðanda að gera sérstaka grein fyrir því hvort gripið hefði verið til viðeigandi ráðstafana vegna ábendinga og athugasemda sem fram komu í skýrslunni. Skýrsla innri endurskoðanda barst Fjármálaeftirlitinu í febrúar 2013. Það er mat Fjármálaeftirlitsins að félagið hafi brugðist við þeim ábendingum og athugasemdum sem gerðar voru.
 
Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica