Ákvarðanir og gagnsæi


Niðurstaða athugunar á innheimtuferli við frum- og milliinnheimtu hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankanum hf.

28.9.2017

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á innheimtuferli við frum- og milliinnheimtu hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankanum hf. í janúar 2017. Markmið athugunarinnar var að skoða hvort innheimta bankanna væri í samræmi við góða innheimtuhætti samkvæmt innheimtulögum nr. 95/2008 og reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar o.fl. nr. 37/2009, með síðari breytingum. Athugunin beindist að fyrstu fimm innheimtumálum sem stofnuð voru í byrjun hvers ársfjórðungs, þ.e. í janúar, apríl, júlí og október 2016, hjá hverjum banka fyrir sig. Verkferlar bankanna voru skoðaðir, ásamt gjaldskrám þeirra. Niðurstöður athugunarinnar lágu fyrir í júlí 2017.
Gagnsaei-Vidskiptabankar-28092017

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica