Ákvarðanir og gagnsæi


Niðurstaða athugunar á fylgni fjárfestingarsjóðs í rekstri Júpíter rekstrarfélags hf. við tilteknar fjárfestingarheimildir laga

1.12.2017

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á starfsemi Júpíter rekstrarfélags hf. með bréfi dagsettu hinn 13. febrúar 2017. Athugunin beindist að fylgni tiltekins fjárfestingarsjóðs í rekstri Júpíter rekstrarfélags hf. við fjárfestingarheimildir 1. mgr. 59. gr., sbr. 2. og 4. tölul. 40. gr. laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Í nefndum lagaákvæðum eru settar þær takmarkanir á eignasafn sjóðs að honum er hvorki heimilt að eignast meira en 10% af skuldaskjölum einstakra útgefenda verðbréfa, þó aldrei umfram 25% í hverri útgáfu, né meira en 10% af peningamarkaðsgerningum einstakra útgefenda. Athugunin miðaðist við eignasafn sjóðsins um síðastliðin áramót.
Gagnsaei-Jupiter-1-12-2017

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica