Leitarvél

Leit í lögum og tilmælum: Sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér til hliðar.

Leiðbeinandi tilmæli

Málsnúmer 3/2007
Heiti Leiðbeinandi tilmæli um starfshætti vátryggingasölumanna, vátryggingamiðlara, vátryggingaumboðsmanna og vátryggingafélaga
Dagsetning 21/5/2007
Starfsemi
  • Vátryggingafélög
  • Vátryggingamiðlarar
  • Vátryggingamiðlanir
Reifun

Fjármálaeftirlitið setur leiðbeinandi tilmæli um starfshætti vátryggingasölumanna, vátryggingamiðlara, vátryggingaumboðsmanna og vátryggingafélaga. Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsháttum vátryggingafélaga og vátryggingamiðlara. Það skal gæta þess að starfshættir þeirra séu í samræmi við þau lög og reglur sem um starfsemina gilda og að starfsemi þeirra sé að öðru leyti í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti sbr. ákvæði laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998 og ákvæði laga um vátryggingastarfsemi nr. 60/1994 og ákvæði laga um miðlun vátrygginga nr. 32/2005.

Lög um miðlun vátrygginga nr. 32/2005 kveða m.a. á um skyldur vátryggingamiðlara og vátryggingaumboðsmanna og starfsfólks þeirra til að veita væntanlegum vátryggingartaka skriflegar upplýsingar um kröfur hans og þarfir.

Aðilum ber að skýra viðkomandi frá þeim ástæðum sem liggja að baki ráðleggingum hans. Rökstuðningurinn skal taka mið af eðli þess vátryggingarsamnings sem mælt er með. Umrædd lög eru afdráttarlaus varðandi skyldur vátryggingamiðlara og umboðsmanna og starfsmanna þeirra t.d. varðandi rökstudda ráðgjöf. Fjármálaeftirlitið telur mikilvægt að samskonar reglur gildi um starfsemi vátryggingasölumanna hvort heldur sem þeir starfi á ábyrgð vátryggingamiðlara eða vátryggingaumboðsmanna eða vátryggingafélaga. Lög um vátryggingastarfsemi nr. 60/1994 fjalla að mörgu leyti um starfshætti vátryggingafélaga en einungis að litlu leyti um starfshætti sölufólks vátryggingafélaga.

Í II. og XI. kafla laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004 er fjallað um upplýsingaskyldu vátryggingafélags þegar um skaða- og persónutryggingar er að ræða. Í athugasemdum frumvarpsins með 4. gr. og 64. gr. laganna, kemur efnislega fram að þegar um sölu vátrygginga er að ræða þá skuli vátryggingafélag láta fara fram þarfagreiningu á vátryggingaþörf væntanlegs vátryggingartaka. Ráðgjöfin þ. á m. rökstuðningur þarf að taka mið af eðli þess vátryggingarsamnings sem mælt er með. Við töku vátryggingar skal vátryggingafélag, eða sá sem kemur fram fyrir þess hönd, sjá til þess að vátryggingartaki fái nauðsynlega ráðgjöf um hvernig þörfum hans um vátryggingavernd er mætt með vátryggingunni. Það teljast vandaðir starfshættir að rökstuðningur fylgi þarfagreiningu, en hann tryggir jafnframt að þarfagreining hafi farið fram og er forsenda þess að væntanlegur vátryggingartaki geti metið á hvaða forsendum vátryggingaþörf hans sé grundvölluð. Þessa kröfu má jafnframt leiða af 12. gr. nefndra laga um vátryggingastarfsemi en skv. henni hefur Fjármálaeftirlitið eftirlit með því að upplýsingaskyldu laganna sé fullnægt og getur í því skyni kallað eftir gögnum frá félögunum. Af því leiðir að fyrrgreind gögn þ.á m. upplýsingar um rökstuðning, þurfa að vera vistuð hjá félögunum á varanlegum miðli.

Skjöl Leidbeinandi_tilmaeli_2007_3.pdf

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica