Leitarvél

Leit í lögum og tilmælum: Sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér til hliðar.

Leiðbeinandi tilmæli

Málsnúmer 3/2006
Heiti Leiðbeinandi tilmæli um hvernig meðhöndla eigi áhrif breytinga á skulda- og eiginfjárliðum vátryggingafélaga við upptöku alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS) - [Ekki í gildi]
Dagsetning 16/6/2006
Starfsemi
  • Vátryggingafélög
Reifun

Tilmæli þessi eru ætluð vátryggingafélögum sem semja nú þegar eða munu í framtíðinni semja ársreikninga samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS).

Markmiðið er að samræma gjaldþolskröfur þannig að ekki skipti máli hvaða uppgjörsaðferð er notuð, með því að takmarka þau áhrif sem breytingar á skulda- og eiginfjárliðum gætu haft á gjaldþolsstöðu vátryggingafélaga. Þessar takmarkandi aðgerðir kallast á ensku „prudential filters.“

Leiðbeiningar um hvernig að slíkri samræmingu skuli staðið voru gefnar út af Samstarfsnefnd eftirlitsaðila á vátryggingamarkaði innan EES (CEIOPS), undir heitinu “Recommendations regarding the Implications of the IAS/IFRS Introduction for the Prudential Supervision of Insurance Undertakings”. Stuðst hefur verið við þær leiðbeiningar við gerð þessara tilmæla.

Eyðublað það sem vátryggingafélög nota til útreiknings gjaldþols og lágmarksgjaldþols mun verða aðlagað þeim breytingum sem fylgja munu IFRS. Áðurnefndar leiðbeiningar CEIOPS taka einnig til þess hvernig meðhöndla eigi reglur um eignir til jöfnunar vátryggingaskuldar. Um þær reglur er mælt fyrir um í reglugerð nr. 646/1995 (nú reglugerð nr. 216/2011) um eignir til jöfnunar vátryggingaskuldar.

Skjöl Leidbeinandi_tilmaeli_2006_3-ekki-i-gildi.pdf

Tengt efni

Efni sem vísar hingað

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica