Leitarvél

Leit í lögum og tilmælum: Sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér til hliðar.

Leiðbeinandi tilmæli

Málsnúmer 2/2007
Heiti Leiðbeinandi tilmæli um viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum - [Ekki í gildi]
Dagsetning 17/4/2007
Starfsemi
  • Viðskiptabankar
  • Sparisjóðir
  • Lánafyrirtæki
  • Verðbréfafyrirtæki
  • Verðbréfamiðlanir
Reifun

Fjármálaeftirlitið gaf út leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2007 um viðmiðunarreglur til að efla samræmi í eftirlitsaðferðum. Viðmiðunarreglur Samstarfsnefndar evrópskra eftirlitsaðila á lánamarkaði (CEBS) til að efla samræmi í aðferðum í eftirliti með fjármálafyrirtækjum, Guidelines on the Application of the Supervisory Review Process under Pillar 2 (GL 03), eru hluti af þeim leiðbeinandi tilmælum. Þar kemur fram að við mat á eiginfjárþörf (ICAAP) eigi fjármálafyrirtæki að taka með í reikninginn áhrif vegna efnahagssveiflna auk næmni fyrir utanaðkomandi áhættu, s.s. landaáhættu, áhættu tengdri því lagaumhverfi sem þau starfa í og áhættu vegna aðgerða samkeppnisaðila. Til að meta þessi áhrif eru álagspróf notuð. Þá getur Fjármálaeftirlitið notað álagspróf til að kanna hvort þörf er á afskiptum þess af starfsemi fjármálafyrirtækisins.

Með viðmiðunarreglum þessum (GL03) eru kröfur í tilskipun 2006/48/EB útfærðar nánar með tilliti til álagsprófa, samþjöppunaráhættu og vaxtaáhættu í liðum utan veltubókar vegna áhættustýringar og við mat á eiginfjárkröfu. Þær eru innleiddar sem hluti af skoðanaskiptum (e. dialogue) milli fjármálafyrirtækis og Fjármálaeftirlitsins um eftirlits- og matsferla (SREP) og innri matsferla fyrir eiginfjárþörf (ICAAP). Það ber að líta á þessar reglur sem leiðbeinandi tæki til áhættustýringar og þær eiga ekki að leiða sjálfvirkt til viðbótar eiginfjárkröfu. Hvert og eitt fjármálafyrirtæki ber ábyrgð á því að þróa eigin kerfi og álagspróf sem eru í samræmi við áhættusnið (e. risk profile) og áhættustýringu þess. Áhersla er lögð á að ekki er til nein ein algild aðferðafræði eða ferli. Sú meginregla að taka tillit til stærðar, mikilvægis og margbreytileika fjármálafyrirtækisins gildir einnig varðandi álagspróf, samþjöppunaráhættu og vaxtaáhættu í liðum utan veltubókar þar sem gert er ráð fyrir að samræmi sé þar á mil

Kafli II í tilmælunum var leystur af hólmi með leiðbeinandi tilmælum nr. 2/2015 um bestu framkvæmd við gerð og form álagsprófa fjármálafyrirtækja.

Skjöl Leidbeinandi_tilmaeli_2007_2-ekki-i-gildi.pdf

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica