Ákvarðanir og gagnsæi


Stjórnvaldssekt vegna brots Kópavogsbæjar gegn 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

24.2.2016

Hinn 11. febrúar 2016 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins þá ákvörðun að leggja stjórnvaldssekt að fjárhæð 3.000.000 krónur á Kópavogsbæ vegna brots gegn 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.) með því að hafa ekki birt innherjaupplýsingar, sem fólust í tillögu sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi hinn 14. janúar 2014, eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli.
Stjornvaldssekt-vegna-brots-Kopavogsbaejar

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica