Ákvarðanir og gagnsæi


Stjórnvaldssekt vegna brots Almenna lífeyrissjóðsins gegn 1. tölulið 1. mgr. 123. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

26.2.2016

Hinn 12. febrúar 2016 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins þá ákvörðun að leggja stjórnvaldssekt að fjárhæð 18.000.000 króna á Almenna lífeyrissjóðinn vegna brots gegn 1. tölulið 1. mgr. 123. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.) með því að hafa í mars 2015 keypt í skuldabréfaflokknum HSVE 13 01, sem útgefinn er af HS Veitum hf., á sama tíma og lífeyrissjóðurinn bjó yfir innherjaupplýsingum sem vörðuðu skuldabréfaflokkinn.
Almenni-lifeyrisjodurinn-26-2-2016

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica