Ákvarðanir og gagnsæi


Niðurstaða athugunar á greiðslu kaupauka til tveggja framkvæmdastjóra Tryggingamiðstöðvarinnar hf.

13.5.2016

Fjármálaeftirlitið tók til athugunar kaupaukagreiðslur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM) sem veittar voru tveimur framkvæmdastjórum TM vegna ársins 2014. Hvor um sig fékk kaupauka sem nam 10% af árslaunum þrátt fyrir að hafa ekki náð tilskildum lágmarksárangri fyrir veitingu þeirra samkvæmt lykilmælikvörðum settum af stjórn TM í samræmi við kaupaukakerfi félagsins. TM rökstuddi veitingu kaupaukanna með tilvísan til 79. gr. a laga nr. 2/1995 um hlutafélög (hfl.) þ.e. að kaupaukakerfi TM væri undirskjal starfskjarastefnu félagsins sem stjórn gæti vikið frá enda hefði frávikið verið rökstutt sérstaklega með vísan til árangurs aðila í starfi og rökstuðningurinn skráður í gerðarbók stjórnar. Frávikið hefði jafnframt verið í fullu samræmi við skilyrði 55. gr. laga nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi (vtrl.) og reglur Fjármálaeftirlitsins nr. 299/2012 um kaupaukakerfi vátryggingafélaga. TM hefði því verið heimilt að víkja að nokkru frá ákvæði kaupaukakerfis félagsins um þetta efni.
Gagnsaei-Tryggingamidstod-13-5-2016

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica