Ákvarðanir og gagnsæi


Niðurstaða athugunar á tengingum stórra áhættuskuldbindinga hjá Arion banka hf.

9.7.2013

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á tengingum stórra áhættuskuldbindinga Arion banka hf. með heimsókn og gagnaöflun hinn 23. janúar 2013 á grundvelli XIII. kafla laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. 

Í kjölfar athugunarinnar ritaði Fjármálaeftirlitið skýrslu þar sem fram komu athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan nánar tiltekinna tímamarka. Voru drög að skýrslunni afhent bankanum hinn 30. apríl 2013 og honum gefið tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum og frekari upplýsingum á framfæri. Í endanlegri útgáfu skýrslunnar, dags. 21. júní 2013, var tekið tillit til athugasemda bankans eftir því sem tilefni þótti til.

Gagnsaeistilkynning-Arion_birt-a-vef-FME_juli-2013

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica