Ákvarðanir og gagnsæi


Niðurstaða athugunar á eftirliti með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Íslandsbanka hf.

16.2.2016

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Íslandsbanka hf. með bréfi dagsettu hinn 27. júlí 2015. Athugunin beindist að tilteknum þáttum er varða eftirlit Íslandsbanka hf. samkvæmt lögum nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Markmið athugunarinnar var að skoða hvort staðið hafi verið með viðunandi hætti að áreiðanleikakönnun, sem framkvæma skal við upphaf samningssambands, sem og hvort reglubundið eftirlit hafi átt sér stað í kjölfarið, sérstaklega með tilliti til þess hvort uppfærðra upplýsinga um viðskiptavini hafi verið aflað.
Gagnsaeistilkynning-Islandsbanki-16-2-2016

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica