Ákvarðanir og gagnsæi


Fjármálaeftirlitið hefur metið Straum fjárfestingabanka hf., Siglu ehf. og Ark ehf. hæf til að fara með virkan eignarhlut í MP banka hf.

13.11.2014

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Straumur fjárfestingabanki hf., Sigla ehf. og Arkur ehf., séu hæf til að fara með virkan eignarhlut í MP banka hf., sem nemur 25%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002. Fjármálaeftirlitið hefur metið að samstarf sé um hinn virka eignarhlut, í merkingu 5. tölul. 1. gr. a) laga 161/2002, á milli Straums fjárfestingabanka hf., sem eignast hefur 19,54% í MP banka hf., Siglu ehf., sem átti fyrir 0,94% og Arks ehf., sem átti fyrir 2,56% hlut í MP banka. Samstarfið telst vera til staðar vegna eigna- og stjórnunartengsla sem eru með aðilunum.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica