Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: 2008

Fyrirsagnalisti

18.12.2008 : Stjórnvaldssekt vegna brots á 126. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Þann 12. september 2008 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvörðun um að sekta Icelandair Group hf. vegna brots á 126. gr. laga nr. 107/2008 um verðbréfaviðskipti (vvl).

Lesa meira

18.12.2008 : Stjórnvaldssekt vegna brots á 63. og 64. gr. laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti.

Þann 12. september 2008 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvörðun um að sekta Mosaic Fashions hf. vegna brots á þágildandi 63. og 64. gr. laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti en ákvæðin eru efnislega samhljóða 126. og 127.gr. núgildandi laga nr. 107/2008 um verðbréfaviðskipti (vvl).

Lesa meira

18.12.2008 : Sáttargerð vegna brots á 125. og 126. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Þann 9. september 2008 gerðu Fjármálaeftirlitið og Örn D. Jónsson, fyrrverandi varamaður í stjórn Nýherja hf., með sér sátt vegna brots á 125. og 126. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.).

Lesa meira

17.12.2008 : Stjórnvaldssekt vegna brots á 2. mgr. 32. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 33/2003.

Þann 12. september 2008 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvörðun um að sekta Derek Lovelock, forstjóra Mosaic Fashions hf., vegna brots á 2. mgr. 32. gr. þágildandi laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti (vvl.) en samsvarandi grein í núgildandi lögum um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 er 78. og 86. gr.

Lesa meira

16.12.2008 : Tilkynning til ríkislögreglustjóra um meint brot á ákvæði 117. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti varðandi markaðsmisnotkun.

Þann 15. desember 2008 vísaði Fjármálaeftirlitið máli til ríkislögreglustjóra skv. 148. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.). Um er að ræða mál er varðar a. og b. – lið, 1. tl. 1. mgr. 117. gr. vvl. en ákvæðið fjallar um háttsemi sem felur í sér markaðsmisnotkun.

Lesa meira

8.12.2008 : Rannsókn á viðskiptum Birnu Einarsdóttur lokið.

Fjármálaeftirlitið hefur haft til athugunar viðskipti Birnu Einarsdóttur og félags hennar, Melkorku ehf., við Glitni banka hf., um kaup á hlut í hinum síðastnefnda. Þar sem málið hefur fengið talsverða opinbera umfjöllun vill Fjármálaeftirlitið taka eftirfarandi fram.

Lesa meira

22.10.2008 : Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins tekin 22. október 2008

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um ráðstöfun eigna og skulda Kaupþings banka hf. kt. 560882-0419, til Nýja Kaupþings banka hf., kt. 581008-0150.

Lesa meira

19.10.2008 : Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins tekin 19. október 2008

Forsendur fyrir skiptingu efnahagsreiknings Landsbanka Íslands hf., Kaupþings hf. og Glitnis hf. í samræmi við lög nr. 125/2008 um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl.

Lesa meira

19.10.2008 :

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins tekin 19. október 2008

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um aðra breytingu á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, dags. 9. október 2008, um ráðstöfun eigna og skulda Landsbanka Íslands hf., kt. 540291-2259, til Nýja Landsbanka Íslands hf., kt. 471008-0280

Ákvörðunina má finna hér.

Lesa meira

19.10.2008 : Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins tekin 19. október 2008

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um breytingu á ákvörðun, dags. 14. október 2008, um ráðstöfun eigna og skulda Glitnis banka hf. kt. 550500-3530, til Nýja Glitnis banka hf., kt. 491008-0160

Lesa meira

14.10.2008 : Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins tekin 14. október 2008

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um ráðstöfun eigna og skulda Glitnis banka hf. kt. 550500-3530, til Nýja Glitnis banka hf., kt. 491008-0160.

Lesa meira

12.10.2008 : Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins tekin 12. október 2008

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um breytingu á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins þann 9. október 2008 um ráðstöfun eigna og skulda Landsbanka Íslands hf., kt. 540291-2259, til Nýja Landsbanka Íslands hf., kt. 471008-0280.

Lesa meira

9.10.2008 :

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins tekin 9. október 2008

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um skipan skilanefndar fyrir Kaupþing banka hf.

Lesa meira

9.10.2008 : Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins tekin 9. október 2008

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um ráðstöfun eigna og skulda Landsbanka Íslands hf., kt. 540291-2259, til Nýja Landsbanka Íslands hf., kt. 471008-0280.

Lesa meira

7.10.2008 : Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins tekin 7. október 2008

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um skipan skilanefndar fyrir Landsbanka Íslands hf.

Lesa meira

7.10.2008 : Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins tekin 7. október 2008

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um skipan skilanefndar fyrir Glitni banka hf.

Lesa meira

1.10.2008 : Stjórnvaldssekt vegna brots á 2. mgr. 32. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 33/2003

Þann 25. júní 2008 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvörðun um að sekta Kaupþing banka hf. vegna brots á 2. mgr. 32. gr. þágildandi laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti (vvl) en samsvarandi grein í núgildandi lögum um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 er 78. og 86. gr.

Lesa meira

1.9.2008 : Stjórnvaldssekt vegna brots á 78. og 86. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Þann 27. maí 2008 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvörðun um að sekta Gnúp fjárfestingafélag hf., vegna brots á 78. og 86. gr. laga nr. 107/2008 um verðbréfaviðskipti (vvl).

Lesa meira

1.9.2008 : Stjórnvaldssekt vegna brots á 126. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Þann 27. maí 2008 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvörðun um að sekta Tryggingamiðstöðina hf., vegna brots á 126. gr. laga nr. 107/2008 um verðbréfaviðskipti (vvl).

Lesa meira

18.7.2008 : Rannsókn á fyrirhuguðu hlutafjárútboði Reykjavík Energy Invest lokið

Þann 10. október 2007 birtist frétt á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur (Orkuveitan) þar sem sagði að 569 starfsmenn Orkuveitunnar hefðu skráð sig fyrir kaupum á hlutafé í Reykjavík Energy Invest hf. (REI) fyrir samtals kr. 167,9 milljónir. Í fréttinni sagði enn fremur að stjórn REI hefði í kjölfar erindis frá starfsmannafélagi Orkuveitu Reykjavíkur (STOR) ákveðið að bjóða starfsmönnum Orkuveitunnar að kaupa hluti í félaginu fyrir allt að kr. 300.000 hver, á genginu 1,278. Var tilgangurinn að styrkja gott samstarf milli fyrirtækjanna.

Lesa meira
Síða 1 af 2






Þetta vefsvæði byggir á Eplica