Fréttir


Verðskuldað traust er komið út

2.12.2016

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út ritið Verðskuldað traust. Ritið hefur að geyma stefnumarkandi áherslur Fjármálaeftirlitsins næstu árin og er þetta í fyrsta skipti sem Fjármálaeftirlitið gefur út samantekt af þessu tagi.   

Verðskuldað traust

Í Verðskulduðu trausti er umhverfi fjármálaþjónustu á Íslandi lýst og í framhaldi gerð grein fyrir níu stefnumarkandi áherslum Fjármálaeftirlitsins fram til 2020 sem og þeim aðgerðum sem stofnunin hyggst beita til að ná fram markmiðum sínum. Þá er fjallað um stöðu fjármálamarkaðarins og þær áskoranir sem hann stendur frammi fyrir með hliðsjón af framtíðarsýn Fjármálaeftirlitsins. Að lokum er fjallað um mikilvægan þátt annarra aðila í að stuðla að heilbrigðum og traustum fjármálamarkaði, viðhalda fjármálastöðugleika og styðja þannig við starf Fjármálaeftirlitsins.

Vonast er til að útgáfa Verðskuldaðs trausts verði til að auka gagnsæi og gefa betri innsýn inn í helstu verkefni Fjármálaeftirlitsins. 

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica