Fréttir


Upptaka frá morgunverðarfundi um samkeppnisumhverfi fjármálakerfisins

18.2.2019

Fjármálaeftirlitið efndi til morgunverðafundar um samkeppnisumhverfi fjármálakerfisins síðastliðinn þriðjudag. Tilefni fundarins var að Fjármálaeftirlitið hefur starfað í tuttugu ár og var fundurinn sá fyrsti í röð funda um áhugaverð málefni tengd fjármálakerfinu sem Fjármálaeftirlitið hyggst halda af því tilefni.

Framsögumenn á fundinum voru Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði og meðlimur í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands og Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, hagfræðingur hjá Oliver Wyman og einn höfunda Hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Efnt var til pallborðsumræðna að loknum ávörpum þar sem Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins bættist í hópinn. Fundarstjóri var Fanney Birna Jónsdóttir.

Hér hægt að horfa á upptöku af fundinum:
https://youtu.be/qsllbcam8Lo

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica