Fréttir


Umsagnarferli vegna fyrirhugaðrar íhlutunar ESMA vegna mismunasamninga og tvíundarvalrétta sem bjóðast almennum fjárfestum

18.1.2018

Fjármálaeftirlitið birti frétt hinn 21. desember síðastliðinn um yfirlýsingu Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsins (ESMA) vegna markaðssetningar mismunasamninga (contracts for difference) og tvíundarvalrétta (binary options) sem bjóðast almennum fjárfestum. Þar kom fram að ESMA hefði í hyggju að nýta heimild samkvæmt 40. gr. MiFIR reglugerðarinnar til íhlutunar til að:

  1. Banna markaðssetningu, dreifingu og sölu á tvíundarvalréttum til almennra fjárfesta; og
  2. Setja skorður á markaðssetningu, dreifingu og sölu á mismunasamningum..

ESMA hefur nú sett af stað umsagnarferli þar sem aðilar geta veitt umsagnir við umræðuskjal sem birt var á heimasíðu ESMA í dag. Verðbréfafyrirtæki sem stunda sölu, dreifingu eða markaðssetningu fyrrgreindra fjármálagerninga, neytendahópar og fjárfestar eru sérstaklega hvattir til að lesa umræðuskjalið.

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á að hægt er að senda umsagnir á vefsíðu ESMA til 5. febrúar 2018 á meðfylgjandi slóð, https://www.esma.europa.eu/press-news/consultations/call-evidence-%E2%80%93-potential-product-intervention-measures-contracts.  

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica