Fréttir


Umræðuskjal um drög að reglum um hámarksútgreiðslufjárhæð og takmarkanir á útgreiðslum fjármálafyrirtækja vegna eiginfjárauka

20.10.2015

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 5/2015. Umræðuskjalið inniheldur drög að reglum um hámarksútgreiðslufjárhæð og takmarkanir á útgreiðslum fjármálafyrirtækja vegna eiginfjárauka.

Samkvæmt 7. mgr. 84. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, setur Fjármálaeftirlitið reglur um hámarksútgreiðslufjárhæð og takmarkanir á útgreiðslum fjármálafyrirtækja sem ekki uppfylla samanlagða kröfu um eiginfjárauka. Reglurnar mæla fyrir um það hvernig fjármálafyrirtæki eiga að reikna út hámarksútgreiðslufjárhæð og hvernig fjármálafyrirtækjum ber að takmarka arðgreiðslur til hluthafa, breytileg starfskjör og aðrar sambærilegar greiðslur þegar þau uppfylla ekki að fullu samanlagða kröfu um eiginfjárauka samkvæmt ákvæðum 84. gr. a - 84. gr. e í lögum um fjármálafyrirtæki. Með reglunum eru sett takmörk á hversu mikið fjármálafyrirtæki sem uppfylla skulu samanlagða kröfu um eiginfjárauka geta greitt út í arð. Reglurnar takmarka einnig útgreiðslur sem eiga rætur að rekja til kaupauka fjármálafyrirtækja, ef þau uppfylla ekki umrædda kröfu.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica