Fréttir


Þriðji kynningarfundur Fjármálaeftirlitsins vegna Solvency II – Nýjar kröfur um opinbera birtingu upplýsinga

Innihald og framsetning skýrslu um gjaldþol og fjárhagslega stöðu (SFCR) og skýrslu til eftirlitsaðila (RSR)

17.10.2016

Þriðji kynningarfundur Fjármálaeftirlitsins, vegna innleiðingar Solvency II, verður haldinn fimmtudaginn 3. nóvember næstkomandi kl. 9:00 í húsakynnum Fjármálaeftirlitsins að Katrínartúni 2, þriðju hæð. Fundurinn er einkum ætlaður fulltrúum vátryggingafélaganna, ytri og innri endurskoðendum þeirra, sem og öðrum sem áhuga kunna að hafa.

Fundardagskrá er eftirfarandi:

  • Innihald og framsetning skýrslu um gjaldþol og fjárhagslega stöðu (SFCR) og  skýrslu til eftirlitsaðila (RSR)

Gert er ráð fyrir að fundi ljúki kl. 11:00. Til að fundurinn nýtist þátttakendum sem best eru þeir hvattir til að senda spurningar vegna ofangreinds dagskrárliðar til Fjármálaeftirlitsins. Skráning og móttaka spurninga fer fram á fme@fme.is og er skráningarfrestur til og með 2. nóvember nk.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica