Fréttir


Spurt og svarað fyrir verðbréfamarkað

31.10.2018

Fjármálaeftirlitið hefur birt skjal með (PDF skjal) spurningum og svörum fyrir verðbréfamarkað hér á vef Fjármálaeftirlitsins undir Réttarheimildir – Spurt og svarað/Túlkanir. Markmið útgáfunnar er að auka gagnsæi í framkvæmd eftirlitsins og veita eftirlitsskyldum aðilum og öðrum sem efnið varðar meira öryggi við beitingu laga og reglna.

Í þessari fyrstu útgáfu spurt og svarað fyrir verðbréfamarkað hafa verið teknar saman eldri túlkanir Fjármálaeftirlitsins á þessu sviði, þær uppfærðar og settar upp til samræmis við spurt og svarað formið. Samhliða útgáfunni verða því þessar eldri túlkanir Fjármálaeftirlitsins teknar af vefnum.

Sérstök athygli er vakin á því að í umræddri útgáfu af spurt og svarað fyrir verðbréfamarkað er birt ein ný túlkun sem ekki hefur verið birt áður á vef eftirlitsins. Túlkunina er að finna í spurningu 10 varðandi XIII. kafla laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, en túlkunin fjallar um birtingu ákvarðana stjórna útgefenda um virkjun á endurkaupaáætlunum og snýr m.a. að 122. gr. verðbréfaviðskiptalaganna.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica