Fréttir


Söfnunarlíftryggingar –uppsögn vátryggingasamnings

10.1.2019

Fjármálaeftirlitið hvetur neytendur til að kynna sér vandlega afleiðingar þess að segja upp samningi um sparnað eða líftryggingar hjá einu vátryggingafélagi til að flytja sig til annars. Í slíkum tilvikum þarf að hafa í huga að neytandinn getur orðið fyrir fjárhagslegu tjóni við flutninginn þar sem áunnin réttindi hjá fyrra félaginu geta tapast við uppsögn samningsins. Þá er gott að hafa í huga við slíkar aðstæður að söfnunarlíftryggingar og viðbótarlífeyrissparnaður eru í eðli sínu langtíma fjárfestingar. Sé því haldið fram að viðkomandi fái betri vátryggingarsamning hjá öðru vátryggingafélagi er rétt að staldra við og spyrja gagnrýnna spurninga um þann samning sem um ræðir og þann vátryggjanda sem um ræðir.

Mikilvægt er jafnframt að fulltrúar vátryggjenda hvort sem þeir eru sölumenn, umboðsmenn eða vátryggingamiðlarar gæti þess að upplýsingagjöf þeirra við sölu vátrygginga sé vönduð og að þeir upplýsi neytendur hverju sinni um að um langtímasparnað er að ræða og það getur haft margvíslegar afleiðingar að segja upp söfnunarlíftryggingu til að færa sig til annars vátryggjanda.

Fjármálaeftirlitið vill í tengslum við framangreint ítreka fyrri ábendingar vegna tiltekinna vátryggingatengdra fjárfestingarafurða sem birtar voru á vefsíðu eftirlitsins 19. júní sl. og 16. júlí síðastliðinn.

Til baka

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica