Fréttir


Skýrsla um lagaumgjörð Fjármálaeftirlitsins

13.6.2018

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt skýrslu og tillögur starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um Endurskoðun laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi o.fl. á vef sínum. Þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra skipaði starfshópinn hinn 24. ágúst 2017 og var verkefni hans að endurskoða lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, lög um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi auk ákvæða annarra laga um fjármálamarkaði eða fjármálafyrirtæki, sem tengjast eftirliti með markaðnum.

Í skýrslunni koma fram ýmsar tillögur m.a. um stjórnskipan, stjórnsýslu og sjálfstæði Fjármálaeftirlitsins og skipan stjórnar. Þá er í skýrslunni lagt til að eftirlit með lausu fé lánastofnana og stöðugri fjármögnun verði formlega á hendi Fjármálaeftirlitsins.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica