Fréttir


Samruni Öldu sjóða hf. við Júpíter rekstrarfélag hf.

4.6.2018

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 30. maí 2018 samruna Öldu sjóða hf. við Júpíter rekstrarfélag hf. á grundvelli 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Júpíter rekstrarfélag hf. tekur við öllum réttindum og skyldum Öldu sjóða hf. og verða fjármálafyrirtækin sameinuð undir nafni Júpíter rekstrarfélags hf.

Auglýsing varðandi samrunann verður birt í Lögbirtingablaði, sbr. 6. mgr. 106. gr. laga  um fjármálafyrirtæki.

Fjármálaeftirlitið veitir frekari upplýsingar sé þess óskað.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica