Fréttir


Nýtt tölublað Fjármála komið út

14.11.2014

Nýtt tölublað Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Í blaðinu, sem er óvenju efnismikið að þessu sinni, er að finna greinina: Á skylduaðild að ákveðnum lífeyrissjóði rétt á sér?  eftir Gunnar Þór Ásgeirsson, lögfræðing á eftirlitssviði. Kristján Ólafur Jóhannesson, sérfræðingur á greiningarsviði skrifar um ný leiðbeinandi tilmæli um könnunar- og matsferli eftirlitsstofnana sem Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA) undirbýr. Þá fjallar Sigurður Freyr Jónatansson, sérfræðingur á greiningarsviði um það hvort vátryggingafélög hafi áhrif á fjárhagslegan stöðugleika. Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins skrifar um Jean Tirole, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði 2014 og ber grein hans titilinn: Áhrifavaldur um reglusetningu og eftirlit með fjármálamörkuðum. Einnig er sagt frá alþjóðlegri ráðstefnu fjármálaeftirlita á Íslandi. Að lokum er birtur ritdómur Einars Jóns Erlingssonar, sérfræðings á greiningarsviði um bókina: House of Debt: How They (and You) Caused the Great Recession, and How We Can Prevent It from Happening Again.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica