Fréttir


Nýjar reglur og breytt gagnaskil vegna fyrirgreiðslna fjármálafyrirtækis til venslaðra aðila

28.3.2017

Fjármálaeftirlitið hefur sett nýjar reglur um fyrirgreiðslur fjármálafyrirtækis til venslaðra aðila, nr. 247/2017, byggðar á lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Við gildistöku reglnanna falla úr gildi eldri reglur um sama efni, nr. 162/2011.

Við breytingar á reglunum var höfð hliðsjón af breytingum á lögum um fjármálafyrirtæki á árunum 2015 – 2016. Með breytingunum var tekið á tvenns konar álitamálum. Fyrri flokkur álitamála sneri að fjárhæðarmörkum fyrirgreiðslna til þeirra aðila sem ákvæði laganna og reglnanna ná til. Seinni flokkur álitamála sneri að skilgreiningum á vensluðum aðilum sem notast átti við í tengslum við ákvæði laganna og reglnanna. Setning nýrra reglna um fyrirgreiðslur fjármálafyrirtækis til venslaðra aðila helst einnig í hendur við setningu nýrrar reglugerðar sem tók gildi 22. mars sl., reglugerðar nr. 233/2017 um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja. Vegna tilvísana á milli nýju reglnanna og reglugerðarinnar hefur gildistaka þeirra verið samræmd.

Nýjar reglur um fyrirgreiðslur fjármálafyrirtækis til venslaðra aðila hafa áhrif á gagnaskil og skýrslugjöf til Fjármálaeftirlitsins. Farið var yfir áhrif nýju reglnanna á gagnaskil á kynningu sem haldin var fyrir eftirlitsskylda aðila í Fjármálaeftirlitinu þriðjudaginn 28. mars . Vakin er athygli á að við skil á skýrslu um fyrirgreiðslur til venslaðra aðila ber að styðjast við þá skilgreiningu á „vensluðum aðilum“ sem er að finna í lögum um fjármálafyrirtæki og reglum nr. 247/2017, en ekki skilgreiningu leiðbeinandi tilmæla nr. 1/2010. 

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica