Fréttir


Tilkynning um afturköllun staðfestingar fjárfestingarsjóðs

13.7.2011

Með vísan til 1. mgr. 9. gr. laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, sbr. 1. mgr. 52. gr. laganna, tilkynnist hér með að Fjármálaeftirlitið hefur, þann 11. júlí 2011, afturkallað staðfestingu sjóðsdeildarinnar ÍS-6 sem starfrækt er innan Fjárfestingarsjóðs MP Fjárfestingarbanka og rekin er af Júpíter rekstrarfélagi hf., kt. 520506-1010, Tjarnargötu 4, 101 Reykjavík.

Fjármálaeftirlitinu barst, með bréfi dags. 27. júní 2011, ákvörðun Júpíters rekstrarfélags hf. um afsal á staðfestingu sjóðsdeildarinnar með vísan til 2. tl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Sjóðsdeildin ÍS-6 hlaut staðfestingu Fjármálaeftirlitsins þann 21. janúar 2009 en heimild til starfsemi var aldrei nýtt.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica