Fréttir


Afturköllun starfsleyfa

8.4.2011

Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað starfsleyfi Askar Capital hf., Sparisjóðabanka Íslands hf. og VBS fjárfestingarbanka hf.

Askar Capital hf.
Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað starfsleyfi Askar Capital hf., kt. 441206-0110, sem lánafyrirtæki, þar sem kveðinn hefur verið upp úrskurður um slit fyrirtækisins skv. XII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 9. gr. sömu laga.

Sparisjóðabanki Íslands hf.
Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað starfsleyfi Sparisjóðabanka Íslands hf., kt. 681086-1379,
sem viðskiptabanka, þar sem kveðinn hefur verið upp úrskurður um slit fyrirtækisins skv. XII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 9. gr. sömu laga.

VBS fjárfestingarbanki hf.
Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað starfsleyfi VBS fjárfestingarbanka hf., kt. 621096-3039, sem lánafyrirtæki, þar sem kveðinn hefur verið upp úrskurður um slit fyrirtækisins skv. XII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 9. gr. sömu laga.

Afturköllun starfsleyfa framangreindra aðila miðast við 7. apríl 2011.

 

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica