Fréttir


Íslandsbanki hf. og SAT eignarhaldsfélag hf. fá leyfi til að fara með virkan eignarhlut í SA tryggingum hf.

16.10.2009

Fjármálaeftirlitinu barst umsókn frá Íslandsbanka hf. og SAT eignarhaldsfélagi hf. um heimild til að fara með virkan eignarhlut í SA tryggingum hf. Hluthafar SA trygginga hf.  eru tveir, Íslandsbanki hf. með 9,3% hlutafjár og SAT eignarhaldsfélag hf. með jafngildi 90,7% hlutafjár. SAT eignarhaldsfélag hf. er að fullu í eigu Glitnis banka hf. 

Fjármálaeftirlitið samþykkti umsóknina með bréfi, dags. 1. október sl., og veitti umsækjendum skilyrta heimild, skv. 39. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 60/1994, til að fara með  virkan eignarhlut í SA tryggingum hf.    

Nánari upplýsingar veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, sími: 525-2700 og farsími: 840-3861

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica