Fréttir


Fjármálaeftirlitið veitir Capacent Glacier hf. starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki

19.8.2009

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Capacent Glacier hf., kt. 560209-0530, Borgartúni 27, 105 Reykjavík, starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki, samkvæmt 5. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Starfsleyfi Capacent Glacier hf. tekur til viðskipta og þjónustu með fjármálagerninga samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti sem felst í fjárfestingarráðgjöf skv. tölulið 6 d og umsjón með útboði verðbréfa án sölutryggingar skv. tölulið 6 f í 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Capacent Glacier hf. hyggst að auki stunda starfsemi á grundvelli e og g liðar 1. tl. og c og f liðar  2. tl. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, s: 525-2700 eða gsm 840-3861.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica