Opnun verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða Rekstrarfélags SPRON hf.

12.6.2009

Bráðabirgðastjórn SPRON hefur gert samning við Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf., Strandgötu 3, Akureyri um að taka yfir rekstur og umsýslu þeirra verðbréfa- og fjárfestingarsjóða sem áður voru í rekstri Rekstrarfélags SPRON hf.  Rekstrarfélag  verðbréfasjóða ÍV hf. hefur tilkynnt Fjármálaeftirlitinu að það hafi tekið yfir rekstur sjóðanna og að viðskipti með sjóðina hefjist í dag, 12. júní 2009.

Fyrri ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, sem tekin var með vísan til 3. mgr. 27. gr. og 3. mgr. 53. laga nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, um að fresta tímabundið innlausnum allra verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða Rekstrarfélags SPRON hf., frá kl. 9.00 mánudaginn 23. mars 2009, er því numin úr gildi. Innlausnir í þeim sjóðum sem áður voru í rekstri Rekstrarfélags SPRON geta því hafist kl. 10:00 í dag, föstudaginn 12. júní.

Ákvörðunin nær til eftirtalinna sjóða:
Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa
Íslenskur hlutabréfasjóður
Stýrður hlutabréfasjóður
Alþjóðlegur  hlutabréfasjóður
BRIK hlutabréfasjóður

Aðrir sjóðir sem voru í rekstri Rekstrarfélags SPRON hf., Skuldabréfasjóður Stuttur og Skuldabréfasjóður Langur, eru í slitaferli og verður greitt úr þeim í samræmi við þær breytingar sem gerðar voru á reglum sjóðanna.

Hlutdeildarskírteinishafar geta fengið nánari upplýsingar hjá Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. og á vefslóðinni http://www.iv.is/sjodir/

Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, s. 525-2700 eða gsm: 840-3861.

Til bakaLanguage


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica