Fréttir


Yfirlit ársreikninga skaðatryggingafélaga

14.5.2009

Fjármálaeftirlitið hefur birt á heimasíðu sinni yfirlit yfir ársreikninga skaðatryggingafélaga (vátryggingafélaga í annarri starfsemi en líftryggingastarfsemi). Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur ekki lokið gerð ársreiknings og því nær yfirlitið að þessu sinni ekki til þess félags. Þar sem gerð töflunnar er ekki lokið mun Fjármálaeftirlitið ekki taka saman samtölur rekstrar og efnahags skaðatryggingafélaga að þessu sinni. Taflan verður uppfærð þegar ársreikningur félagsins liggur fyrir og munu þá jafnframt liggja fyrir heildarniðurstöður rekstrar og efnahags skaðatryggingafélaga á árinu 2008.

Hægt er að sjá töfluna hér.

Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is , s. 525 2700 eða gsm 840 3861.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica