Fréttir


Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða

6.5.2009

Eins og áður hefur komið fram ákvað Fjármálaeftirlitið  að flýta skýrsluskilum á tryggingafræðilegum athugunum lífeyrissjóða. Sjóðir án ábyrgðar launagreiðenda skiluðu skýrslum 1. mars sl. og voru niðurstöður þeirra birtar 20. mars. Nú hafa borist skýrslur um tryggingafræðilegar athuganir þeirra lífeyrissjóða sem eru með ábyrgð launagreiðenda. Bráðabirgða niðurstöður sýna að tryggingafræðileg staða þeirra hefur versnað frá árinu áður.  Aðeins einn sjóður er með jákvæða stöðu. Samkvæmt lífeyrissjóðalögunum þurfa lífeyrissjóðir  sem eru með ábyrgð launagreiðenda ekki að skerða réttindi sjóðfélaga, þrátt fyrir neikvæða tryggingafræðilega stöðu. Þessir sjóðir hafa um langt árabil sýnt neikvæða tryggingafræðilega stöðu og eru flestir á vegum ríkis og sveitarfélaga.

Samkvæmt bráðabirgða niðurstöðum innsendra skýrslna eru aðeins tveir sjóðir með jákvæða raunávöxtun fyrir árið 2008. Aðrir eru með neikvæða raunávöxtun en þó mismunandi eftir sjóðum. Vegið meðaltal neikvæðrar raunávöxtunar er nálægt -21,6%.

Myndin sýnir tryggingafræðilega stöðu og raunávöxtun lífeyrissjóða sem eru með ábyrgð launagreiðanda árið 2008.

Frett_06.05.2009

Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is , s. 525 2700 eða gsm 840 3861.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica