Fréttir


Umræðuskjal um breytingar á reglum nr. 215/2007 um eiginfjárkröfur og áhættugrunn fjármálafyrirtækja.

20.8.2008

Fjármálaeftirlitið birtir til umsagnar umræðuskjal nr. 2/2008. Umræðuskjalið er um drög að reglum sem ætlað er að breyta reglum nr. 215/2007 um eiginfjárkröfur og áhættugrunn.

Að mestu er um að ræða minniháttar breytingar á texta tilvitnaðra reglna. Við yfirferð reglnanna og vegna vinnu við þýðingu þeirra yfir á ensku kom í ljós að nokkur atriði máttu betur fara. Í 9. gr. reglnanna er þó um að ræða breytingu vegna breytingar á CRD tilskipun, 2006/48/EB, þar sem bætt er tveimur nýjum fjármálast20,8ofnunum við lista yfir fjölþjóða þróunarbanka og alþjóðastofnanir.

Umræðuskjalið hefur verið sent fjármálafyrirtækjum til umsagnar.
Umsagnarfrestur er til 25. ágúst 2008.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica