Fréttir


Kynningarfundur á eiginfjárskýrslu

18.1.2008

Fjármálaeftirlitið efnir til kynningarfundar á eiginfjárskýrslu skv. Basel II (COREP) fimmtudaginn 7. febrúar nk. kl. 10.30 í Fræðslumiðstöð sparisjóðanna, Rauðarárstíg 27. Starfsmönnum fjármálafyrirtækja gefst jafnframt kostur á að fylgjast með kynningunni á fjarfundi hjá Sparisjóði Norðlendinga, Skipagötu 9 á Akureyri. Kynningin mun standa yfir í klukkustund en farið verður yfir grunnatriði skýrslunnar og ýmis önnur hagnýt atriði sem auðvelda eftirlitsskyldum aðilum gerð skýrslunnar.

Í framhaldi kynningarinnar verður haldið þróaðra námskeið, fimmtudaginn 13. mars nk., þar sem farið verður á ítarlegri hátt yfir eiginfjárskýrsluna (COREP). Nánari upplýsingar um það námskeið verða sendar út síðar.

Skráning sendist á póstfangið lilja@fme.is eigi síðar en 31. janúar nk. Athygli er vakin á því að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica