Fréttir


Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2007

21.11.2007

Þróun og horfur á íslenskum fjármálamarkaði og áherslur Fjármálaeftirlitsins (FME) verða til umræðu á ársfundi FME þann 27. nóvember nk. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavik Nordica og hefst kl. 16:30. Sérstakur gestur fundarins er Janne Thomsen, framkvæmdastjóri hjá lánshæfismatsfyrirtækinu Moody’s og mun hún fjalla um íslensku bankana í samanburði við banka á Norðurlöndunum.

Ræðumenn verða Lárus Finnbogason, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.  Viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson mun ávarpa fundinn.

Skráning fer fram hjá fme@fme.is fyrir 23. nóvember nk.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica