Fréttir


Tilkynning til útgefenda fjármálagerninga á OMX Nordic Exchange Iceland

31.10.2007

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur tilnefnt OMX Nordic Exchange Iceland (Kauphöllina) sem aðila til að varðveita upplýsingar sem birtar eru opinberlega í samræmi við ákvæði VII., VIII og IX. kafla  laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, með rafrænum hætti í miðlægu geymslukerfi í samræmi við 136. gr. laganna.

Tilnefningin er tímabundin, eða til þriggja mánaða og gildir frá og með 1. nóvember nk. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti er útgefanda skylt að senda allar upplýsingar sem hann birtir opinberlega, samhliða til miðlægrar varðveislu sbr. 63., 74. og 96. gr. laganna. Til að uppfylla þessa skyldu ber útgefendum frá og með 1. nóvember að senda framangreindar upplýsingar til Kauphallarinnar sem varðveitir þær með rafrænum hætti í miðlægu geymslukerfi. Upplýsingar sem sendar eru til miðlægrar varðveislu hjá Kauphöllinni munu birtast á heimasíðu Kauphallarinnar.  

Samkvæmt 62., 73. og 95. gr. laganna skulu útgefendur samtímis senda þessar upplýsingar til FME.  Útgefendur teljast hafa uppfyllt þessa skyldu sína með ofangreindri tilkynningu til Kauphallar. 

Sjá yfirlit yfir skyldur útgefenda fjármálagerninga.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica