Fréttir


Fjármálaeftirlitið veitir A Verðbréfum hf. starfsleyfi

13.9.2007

Fjármálaeftirlitið veitti A Verðbréfum hf., kt. 631006-1240, Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík, þann 13. september 2007, starfsleyfi sem verðbréfamiðlun, skv.  6. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Starfsleyfi A Verðbréfa hf., kt. 631006-1240, tekur til þeirra viðskipta og þjónustu með fjármálagerninga samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 33/2003, sem felst í móttöku og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga og framkvæmd slíkra fyrirmæla fyrir reikning þriðja aðila skv. tölul. 6a í 3. gr. laga nr. 161/2002. Um starfsheimildir A Verðbréfa hf. vísast að öðru leyti til 26. gr. laga nr. 161/2002.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica