Fréttir


Leiðbeinandi tilmæli um samræmi í eftirliti með fjármálafyrirtækjum og viðmiðunarreglur álagsprófa

20.4.2007

Fjármálaeftirlitið birtir leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2007 og 2/2007 en þau hafa að geyma annars vegar viðmiðunarreglur til að efla samræmi í aðferðum í eftirliti með fjármálafyrirtækjum og hins vegar viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum. Birtar voru nýjar reglur Fjármálaeftirlitsins nr. 215/2007 um eiginfjárkröfu og áhættugrunn og nr. 216/2007 um stórar áhættuskuldbindingar í mars sl., en nýjar alþjóðlegar reglur um eigið fé fjármálafyrirtækja gengu í gildi í ársbyrjun 2007. Reglurnar eru byggðar á staðli frá Baselnefndinni um bankaeftirlit, svonefndum Basel II staðli. Þessar reglur eru í þremur hlutum, svonefndum stoðum eftir enskum heitum þeirra, Pillar I, II og III. Markmið með annarri stoðinni (Pillar II) er að styrkja tengslin milli mats fjármálafyrirtækisins á áhættum tengdum starfsemi þess, áhættustjórnunar og þeirra kerfa sem notuð eru til að draga úr áhættu og eiginfjárgrunns. Viðmiðunarreglur Samstarfsnefndar evrópskra eftirlitsaðila á lánamarkaði (Committee of European Banking Supervisors (CEBS) vegna eftirlitsferla (Supervisory Review Process) eru m.a. settar vegna aukinnar þarfar fyrir samstarf í eftirliti milli landa. Reglurnar vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu eru hluti af þessu eftirlits- og matsferli en þar er einnig um að ræða viðmiðunarreglur CEBS.

 

Tilmælin má nálgast hér:

Leiðbeinandi tilmæli 1/2007 um viðmiðunarreglur til að efla samræmi í eftirliti með fjármálafyrirtækjum.

Skjöl frá CEBS:

https://eba.europa.eu/sites/default/documents/files/documents/10180/585173/9705f895-fbfa-4e39-bac9-3def3127f545/GL03.pdf

Leiðbeinandi tilmæli 2/2007 um viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu.

Skjöl frá CEBS:

https://www.eba.europa.eu/sites/default/documents/files/documents/10180/16094/0fbfc032-152c-4936-b8c7-8bd965e7c98c/GL03stresstesting.pdf?retry=1 (álagspróf)

https://www.eba.europa.eu/sites/default/documents/files/documents/10180/16094/16458627-8682-4e68-88a0-cd34363344c3/guidelines_IRRBB_000.pdf?retry=1 (vaxtaáhætta)

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica