Fréttir


Yfirlit yfir starfsleyfi fjármálafyrirtækja

19.3.2007

Starfsemi íslenskra fjármálafyrirtækja er afar fjölbreytt og margbrotin. Þetta kemur skýrt fram í nýju yfirliti Fjármálaeftirlitsins yfir starfsheimildir fjármálafyrirtækja á Íslandi. Yfirlitið sýnir hvaða starfsleyfi einstök fjármálafyrirtæki á Íslandi hafa, en kveðið er á um starfsheimildir þeirra í lögum nr. 161/2002 um þá starfsemi.  Í IV. kafla laganna er tilgreind starfsemi sem einstakar tegundir fjármálafyrirtækja geta fengið heimild til þess að stunda. Ekki er sjálfgefið að fyrirtækin hafi allar þær heimildir sem þar er kveðið á um, heldur nær starfsleyfi þeirra eingöngu til þeirrar starfsemi sem þau stunda í raun og tilgreind er á framangreindu yfirliti. Ef fjármálafyrirtæki hyggst hefja aðra starfsemi en þá sem tilgreind er í yfirlitinu, ber því að sækja um aukið starfsleyfi til FME að því leyti.

,,Með því að birta þetta yfirlit viljum við auka gegnsæi og upplýsingagjöf um starfsemi fjármálafyrirtækja á Íslandi, fyrirtækin eru mörg og bjóða mismunandi þjónustu. Með þessu geta einstaklingar og fyrirtæki, innlend sem útlend, á einfaldan hátt kynnt sér hvaða starfsleyfi einstaka fjármálafyrirtæki hafa eða hafa ekki”, segir Guðbjörg Bjarnadóttir, sviðstjóri FME.

Yfirlit yfir starfsleyfi viðskiptabanka, sparisjóða, lánafyrirtækja, verðbréfamiðlana, verðbréfafyrirtækja og rekstrarfélaga.

Yfirlit yfir starfsleyfi verðbréfafyrirtækja, verðbréfamiðlana og rekstrarfélaga.
(Leiðrétt vegna H.F. Verðbréfa hf.)

 

 

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica