Fréttir


Nýjar reglur um eiginfjárreglur og stórar áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækja

8.3.2007

Fjármálaeftirlitið birtir á heimasíðu sinni nýjar reglur um eiginfjárkröfu og áhættugrunn fjármálafyrirtækja og reglur um stórar áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækja. Reglurnar hafa ekki hlotið númer en verða birtar í Stjórnartíðindum innan tveggja vikna og taka gildi við birtingu. Um er ræða reglur í tengslum við innleiðingu á Basel II eiginfjárreglum og tilskipunum Evrópusambandsins sem tóku gildi í byrjun árs. Samkvæmt nýju reglunum munu fjármálafyrirtæki framvegis geta valið milli þess að nota staðalaðferð við útreikning á eiginfjárkröfu og innramatsaðferð sem byggir á eigin áhættumati fjármálafyrirtækjanna. Sú síðarnefnda er háð samþykki FME.

Drög að reglunum voru birt sem umræðuskjöl í lok síðasta árs og öllum gefið tækifæri á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Farið var yfir þær athugasemdir sem bárust og tekið tillit til þeirra er efni stóð til.

Reglurnar verða aðgengilegar á heimasíðu FME undir flokknum lög og reglur þegar þær hafa verið birtar í Stjórnartíðindum.

Nánari umfjöllun um Basel II er að finna í viðtali í nýjasta tölublaði Fjárstýringar við Ragnar Hafliðason, aðst.forstjóra FME.  Sjá viðtal.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica