Fréttir


FME: Ábendingar um erlenda aðila sem boðið hafa hlutabréf til sölu

5.3.2007

Fjármálaeftirlitinu hafa að undanförnu borist ábendingar um erlenda aðila sem boðið hafa til sölu hlutabréf í bandaríska fyrirtækinu QT Networks (qtnetworks.com) og heitið ríkulegri ávöxtun. Af þessu tilefni vill Fjármálaeftirlitið benda á að skilyrði fyrir því bjóða megi almenningi hlutabréf er að gefin hafi verið út lýsing skv. lögum nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti.  Jafnframt bendir Fjármálaeftirlitið á að til þess að mega hafa milligöngu um sölu verðbréfa á Íslandi verður viðkomandi aðili að hafa starfsleyfi.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica