Fréttir


Milestone ehf. og Þáttur eignarhaldsfélag ehf. fá heimild til að fara með virka eignarhluti í Glitni banka og Sjóvá Almennum

30.1.2007

Þann 26. janúar 2007, veitti Fjármálaeftirlitið Milestone ehf. og Þætti eignarhaldsfélagi ehf., heimild til þess að fara sameiginlega með virka eignarhluti allt að 25% í Glitni banka hf. og yfir 50% í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Framangreind heimild er veitt með vísan til laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, annars vegar og laga nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi hins vegar.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica