Fréttir


Umræðuskjal: Viðmiðunarreglur vegna stjórnunar samþjöppunaráhættu

15.1.2007

FME hefur gefið út umræðuskjal nr. 2/2007, um drög að leiðbeinandi tilmælum um viðmiðunarreglur vegna stjórnunar samþjöppunaráhættu hjá fjármálafyrirtækjum undir annarri stoð Basel II. Reglurnar eru hluti af eftirlits- og matsferli (SREP) en viðmiðunarreglur vegna eftirlitsferla hafa verið birtar sem umræðuskjal nr. 5/2006. Einnig hafa verið birt drög að nýjum reglum um stórar áhættuskuldbindingar í umræðuskjali nr. 6/2006  en þær eru hluti af samþjöppunaráhættu. Gert er ráð fyrir gildistöku leiðbeinandi tilmælanna frá og með útgáfudegi þeirra. Óskað er eftir að umsagnir berist eigi síðar en 26. janúar 2007.

Umræðuskjalið má nálgast hér.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica