Fréttir


EIOPA auglýsir eftir áhugasömum aðilum sem vilja skipa hagsmunahópa á sviði vátrygginga og starfstengdra eftirlaunasjóða

17.5.2013

Eftirlitsstofnun vátryggingamarkaðar og starfstengdra eftirlaunasjóða á evrópska efnahagssvæðinu (e. European Insurance and Occupational Pensions Authority, EIOPA) auglýsir eftir einstaklingum sem hafa áhuga á sæti í öðrum hvorum af tveimur hagsmunahópum EIOPA, Hagsmunahóp vátryggingamála (e. Insurance and Reinsurance Stakeholder Group, IRSG) og Hagsmunahóp starfstengdra eftirlaunasjóða (e. Occupational Pensions Stakeholder Group, OPSG) þar sem umboð þeirra rennur út síðar á þessu ári.

Hagsmunahópunum var komið á fót til þess að auðvelda samráð við hagsmunaaðila á þeim sviðum sem tengjast starfsemi EIOPA.

Meðlimir OPSG eru 30 einstaklingar. Þeir eru skipaðir til þess að koma fram jafnt fyrir hönd starfstengdra eftirlaunasjóða, sem starfa á EES, starfsmanna þeirra, styrkþega, smárra og meðalstórra fyrirtækja og viðeigandi fagfélaga. Að minnsta kosti fimm meðlimir skulu vera háttsettir óháðir háskólamenn.

Frestur til að skila inn umsóknum er til 23. júní 2013, klukkan 21.59 að íslenskum tíma.

Auglýsinguna þar sem lýst er eftir umsóknum og umsóknarskjölin (eingöngu á ensku) má nálgast á vefsíðu EIOPA: https://www.eiopa.europa.eu/about/careers_en

Búist er við því að ferlið varðandi val og samþykki á aðild að hagsmunahópunum hefjist í lok júní og ljúki með því að stjórn EIOPA skipar meðlimi hagsmunahópanna í september 2013. Eftir það verður ákvörðunin send til allra umsækjenda. Þegar þeir umsækjendur sem hafa verið valdir hafa samþykkt skipunina mun EIOPA auglýsa samsetningu hagsmunahópanna tveggja.

Búist er við því að fyrstu fundir hagsmunahópanna, með nýjum meðlimum, verði haldnir í október 2013: IRSG 22. október og OPSG 24. október og svo verður sameiginlegur fundur með stjórn EIOPA 26. nóvember 2013.

Meðlimir IRSG eru 30 einstaklingar. Þeir eru skipaðir jafnt fyrir hönd vátryggingafélaga og vátryggingamiðlara, sem starfa á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), starfsmanna þeirra og neytenda og vátryggingartaka, smárra og meðalstórra fyrirtækja og viðeigandi fagfélaga. Að minnsta kosti fimm meðlimir skulu vera háttsettir óháðir háskólamenn.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica