Fréttir


Þriðja tölublað Fjármála komið út

10.10.2012

Þriðja tölublað Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins er komið út. Í blaðinu eru þrjár greinar eftir sérfræðinga Fjármálaeftirlitsins.

Þeir Skúli Magnússon, sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti og Hjálmur Nordal, hópstjóri í fjárhagslegu eftirliti skrifa grein um tímabundna starfsemi fjármálafyrirtækja en verulegur árangur hefur náðst í fækkun þeirra. Valdimar Þorkelsson, forstöðumaður markaðsgreiningar á greiningarsviði Fjármálaeftirlitsins skrifar greinina: Hvað er lýsing og hvernig spurningum getur hún svarað? Þar er meðal annars farið í gegnum helstu þætti lýsinga, hlutverk Fjármálaeftirlitsins við staðfestingu þeirra og svo að sjálfsögðu þá þætti sem greinin dregur nafn sitt af.

Þriðja og síðasta grein þessa eintaks Fjármála er svo greinin: Endurbætur í skipulagi og starfsemi Fjármálaeftirlitsins og breytingar á lagaumgjörð á fjármálamarkaði frá hausti 2008. Þar fjallar Ragnar Hafliðason, sérstakur ráðgjafi forstjóra Fjármálaeftirlitsins um margar af þeim miklu breytingum sem hafa orðið í lagaumhverfi og starfsemi Fjármálaeftirlitsins frá áfallinu sem varð haustið 2008.

Fjármál má nálgast hér.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica