Fréttir


Athugasemd Fjármálaeftirlitsins í tilefni umfjöllunar um björgun Sjóvár

13.8.2012

Í fréttum Stöðvar tvö og Bylgjunnar á laugardag og sunnudag þar sem fjallað var um tap íslenska ríkisins af björgun Sjóvár árið 2009 var annars vegar sagt  að Fjármálaeftirlitið hafi gert kröfu um að Sjóvá yrði bjargað (Stöð 2 11. 8.)  og hins vegar að Fjármálaeftirlitið hafi lagt á það ríka áherslu (Bylgjan 12.8.). Hvorugt er rétt.

Hið sanna er að Fjármálaeftirlitið veitti stjórnvöldum, meðal annars forsætisráðherra, fjármálaráðherra og viðskiptaráðuneytinu upplýsingar um stöðu málsins, fjárhagsstöðu aðila, réttarstöðu viðskiptavina við gjaldþrot og fleira en undirstrikaði að það væri pólitísk ákvörðun hvort ríkissjóður kæmi að björgun félagsins. Fjármálaeftirlitið gerði ekki kröfu um að Sjóvá yrði bjargað enda ekki hlutverk þess. Fjármálaeftirlitið gerði ekki athugasemd við þá ákvörðun ríkissjóðs að koma Sjóvá til aðstoðar að teknu tilliti til hagsmuna viðskiptavina félagsins þ.á m. tjónþola og fjármálamarkaðarins hér á landi. 

Það er einnig rangt sem staðhæft er í frétt Stöðvar 2 að önnur vátryggingafélög hafi boðist til að yfirtaka vátryggingastofna Sjóvár. Þau létu ekki reyna á slíkan möguleika formlega en til þess hefðu þau vitanlega þurft verulegan fjárhagslegan styrk.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica